Enski boltinn

Mancini: Tevez gæti spilað aftur fyrir Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez og Roberto Mancini.
Carlos Tevez og Roberto Mancini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur rétt út sáttarhönd og segir að Carlos Tevez gæti spilað með City-liðinu á ný komi argentínski framherjinn sér í form. Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september og eftir að hann neitaði að hita upp fyrir Meistaradeildarleik á móti AC Milan þá gaf Mancini það út að hann myndi aldrei spila fyrir hann aftur.

Mancini hefur nú breytt um skoðun og eftir að City mistókst að selja Argentínumanninn í janúarglugganum þá ákvað ítalski stjórinn að hafa nafn Tevez meðal þeirra 25 manna leikmanna sem mega klára tímabilið með liðinu.

„Carlos kemur ekki til greina eins og er en það er möguleiki fyrir hann að spila ef hann kemur til baka," sagði Roberto Mancini en Tevez er ennþá staddur í Argentínu. Manchester City er í harðri baráttu um enska meistaratitilinn við nágrannana í United

„Ég vona það að hann hafi haldið sér í formi síðustu þrjá mánuði. Það er bara eitt sem skiptir mig máli og það er enska úrvalsdeildin. Ef hann kemur til baka og er í formi þá er möguleiki á því að hann spili," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×