Enski boltinn

Hausinn enn í ólagi hjá Samba - verður ekki með á móti Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christopher Samba.
Christopher Samba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Christopher Samba, fyrirliði Blackburn, verður ekki með liðinu á móti Arsenal á morgun þar sem að Steve Kean, stjóri Blackburn, segir hann ekki vera andlega tilbúinn að spila fyrir Blackburn.

Christopher Samba bað um að vera settur á sölulista á dögunum en mörg félög höfðu áhuga á að fá hann til sín. Steve Kean vildi hinsvegar ekki selja miðvörðinn sinn og Samba var augljóslega ekki sáttur við það.

Samba hefur ekki leikið með Blackburn-liðinu síðan í 1-2 tapi á móti Stoke City 2. janúar síðastliðinn. Leikurinn á móti Arsenal verður fjórði leikurinn í röð sem hann missir af.

Blackburn er ekki í allt of góðum málum og þarf nauðsynlega á fyrirliða sínum að halda en Kean á greinilega enn verk fyrir höndum að sannfæra Christopher Samba að hann sé á réttum stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×