Enski boltinn

Áratugur síðan að Manchester United vann síðast á Brúnni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér sigurmarki sínu á móti Manchester United árið 2004.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér sigurmarki sínu á móti Manchester United árið 2004. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andre Villas-Boas og lærisveinar hans í Chelsea eiga ekki mikla möguleika á því að blanda sér í baráttuna um Englandsmeistaratitilinn en þeir geta haft áhrif á þróun mála í toppbaráttunni. Chelsea fær Manchester United í heimsókn á Stamford Bridge í dag þar sem Chelsea hefur ekki tapað mörgum stigum á undanförnum árum á móti erkifjendum sínum.

Manchester United hefur ekki unnið deildarleik á Brúnni í að verða tíu ár eða síðan að United vann 3-0 sigur á Chelsea 20. apríl 2002. Síðan þá hafa liðin mæst níu sinnum á Brúnni, Chelsea hefur unnið sex leikjanna og þrír leikir hafa endað með jafntefli.

„Þetta er ekki auðveldur leikur sem bíður okkur á Stamford Bridge. Við erum ekki búnir að vinna þarna síðan 2002 eða í heilan áratug," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.

„Chelsea hefur komist í hóp stórliðana á þessum tíma og undanfarin sjö ár höfum við verið að keppa við þá um meistaratitilinn. Auðvitað búumst við erfiðum leik og hann verður mjög harður," sagði Ferguson.

„Ég vona að við náum að spila jafnvel og á móti Arsenal. Við stóðum okkur líka vel í bikarleiknum á móti Liverpool en gerðum þá tvö mistök sem kostuðu okkur sigurinn. Við áttum ekki skilið að tapa þeim leik en þannig er bara bikarinn," sagði Ferguson.



Síðustu deildarleikir Manchester United á Stamford Bridge:
Eiður Smári Guðjohnsen skorar hér sigurmark sitt á móti Manchester United árið 2004.Mynd/Nordic Photos/Getty
1.mars 2011 Chelsea-Manchester United 2-1

(David Luiz 54., Lampard 80. - Rooney 29.)

8. nóvember 2009 Chelsea-Manchester United 1-0

(Terry 76.)

21. september 2008 Chelsea-Manchester United 1-1

(Kalou 79. - Park 18.)

26. apríl 2008 Chelsea-Manchester United 2-1

(Ballack 45. og 84. - Rooney 57.)

9. maí 2007 Chelsea-Manchester United 0-0

29. apríl 2006 Chelsea-Manchester United 3-0

(Gallas 5., Joe Cole 61., Carvalho 73.)

15. ágúst 2004 Chelsea-Manchester United 1-0

(Eiður Smári 15.)

30. nóvember 2003 Chelsea-Manchester United 1-0

(Lampard 30.)

23. ágúst 2002 Chelsea-Manchester United 2-2

(Gallas 3., Zenden 45. - Beckham 26., Giggs 66.)

20. apríl 2002 Chelsea-Manchester United 0-3

(Scholes 15., van Nistelrooy 41., Solskjaer 86.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×