Enski boltinn

De Gea öruggur með sætið á næstunni | Lindegaard frá í fjórar vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David de Gea.
David de Gea. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spánverjinn David de Gea ætti að eiga fast sæti í markinu hjá Manchester United í næstu leikjum eftir að það kom í ljós að Daninn Anders Lindegaard verður frá í fjórar vikur vegna meiðsla. De Gea hefur mátt þola gagnrýni fyrir frammistöðuna á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford.

Danski markvörðurinn meiddist illa á ökkla á æfingu fyrir leikinn á móti Stoke City í vikunni og þar sem að David de Gea var veikur þá stóð Ben Amos í markinu í 2-0 sigrinum á Stoke. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, valdi Amos frekar en Pólverjann Tomasz Kuszczak.

David de Gea á að vera búinn að ná sér af veikindunum fyrir Chelsea-leikinn og verður í markinu ef hann er heill. Framundan eru síðan leikur á móti Liverpool og Lindegaard verður líklega ekki orðinn góður fyrir Tottenham-leikinn í byrjun mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×