Enski boltinn

Man. City áfram með 100 prósent árangur heima | Vann Fulham 3-0

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester City náði þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Fulham á Etihad Stadium í kvöld. Manchester City heldur þar með áfram hundrað prósent árangri sínum á heimavelli en liðið hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Etihad í vetur.

Manchester City hefur nú 57 stig á móti 54 stigum hjá Manchester United. United á leik inni á móti Chelsea á Stamford Bridge á morgun.

Sigur Manchester City var nokkuð örggur í kvöld en hann var nauðsynlegur fyrir Roberto Mancini og lærisveina hans þar sem City-liðið var búið að leika tvo leiki í röð án þess að vinna.

Sergio Agüero skoraði fyrsta markið af öryggi úr vítaspyrnu 10. mínútu eftir að brotið var á Adam Johnson. Sergio Agüero og Adam Johnson áttu einnig þátt í öðru markinu þegar Johnson skaut í Chris Baird og í markið.

Edin Dzeko skoraði þriðja markið á 72. mínútu eftir frábæran undirbúning Sergio Agüero. Agüero átti því þátt í öllum mörkum Manchester City í leiknum.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×