Enski boltinn

Wenger: Oxlade-Chamberlain orðinn að manni á 2-3 mánuðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar með Theo Walcott og Robin van Persie.
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar með Theo Walcott og Robin van Persie. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður eftir frábæran sigur hans manna á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal vann 7-1 sigur þar sem Robin van Persie skoraði þrennu í leiknum og lagði upp tvö, Alex Oxlade-Chamberlain skoraði tvö mörk og Theo Walcott lagði upp þrjú.

„Þetta var risasigur en mikilvægast af öllu var að ná í þessi þrjú stig. Við þurfum að vinna okkur töfluna þannig að stigin eru okkur afar mikilvæg. Við þurfum núna að ná stöðugleika í okkar leik," sagði Arsene Wenger.

„Við spiluðum undir pressu í dag og urðum bara að vinna þennan leik. Robin van Persie átti tvær flottar stoðsendingar en hann er einstakur leikmaður og stórhættulegur þegar hann fær boltann í teignum," sagði Wenger.

„Það sem kemur mér mest á óvart er að í september leit Alex Oxlade-Chamberlain út fyrir að vera kjúklingur og alls ekki nógu þroskaður fyrir aðalliðið. Hann er hinsvegar orðinn að manni á 2-3 mánuðum og er nú tilbúinn til að spila með liðinu," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×