Enski boltinn

Henry skoraði á síðustu mínútunni í síðasta heimaleiknum með Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry fagnar marki sínu með Robin Van Persie.
Thierry Henry fagnar marki sínu með Robin Van Persie. Mynd/AP
Thierry Henry skoraði sjöunda og síðasta mark Arsenal í 7-1 sigri á Blackburn Rovers í gær en Frakkinn var þarna væntanlega að spila síðasta heimaleik sinn með Arsenal-liðinu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá þetta sem skemmtileg og merkileg tímamót í sögu félagsins.

„Henry er að fara aftur til Bandaríkjanna og var að öllum líkundum að spila sinn síðasta leik á Emirates. Það var svolítið sérstakt að hann skildi skora á síðustu mínútunni í síðasta leiknum," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Henry getur náð tveimur leikjum í viðbót áður en hann fer til baka til New York en það eru útileikir á móti Sunderland og AC Milan.

„Það hefur verið mjög jákvætt fyrir liðið að fá Thierry inn. Það hlusta allir á hans ráð því hann skilaði sínu hér og það vilja allir hinir gera líka. Hann hefur mikla virðingu meðal allra," sagði Wenger.

„Hann er ekki farinn ennþá og verður væntanlega hjá okkur fram yfir AC Milan leikinn. Leikirnir á móti Sunderland og AC Milan eru stórir leikir fyrir okkur," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×