Enski boltinn

Fortune: Antonio Valencia er lykilmaður fyrir United í titilbaráttunnni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Valencia fagnar marki með félögum sínum í Manchester United.
Antonio Valencia fagnar marki með félögum sínum í Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Quinton Fortune, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Antonio Valencia verði lykilmaður fyrir Manchester United í baráttunni um enska meistaratitilinn. Antonio Valencia er 26 ára gamall Ekvador-maður sem hefur verið öflugur á hægri væng United-liðsins að undanförnu en United er nú búið að ná nágrönnum í Manchester City á toppi deildarinnar.

„Antonio hefur verið ótrúlegur síðan að hann kom til baka eftir meiðslin. Hann hefur verið besti maður United-liðsins í síðustu þremur leikjum og er nú að uppskera fyrir alla þá vinnu sem hann lagði á sig til að ná sér heilum," sagði

Quinton Fortune.

Antonio Valencia hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Manchester United og er alls búinn að leggja upp 9 mörk í 9 deildarleikjum síðan að hann kom aftur inn í byrjunarliðið í 4-1 sigri á Wolves 10. desember.

Manchester United og Manchester City eru bæði með 54 stig en City er með sex marka forskot í markatölu. United heimsækir Chelsea á sunnudaginn en daginn áður tekur City-liðið á móti Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×