Enski boltinn

Terry fékk símtal klukkan tíu - missir fyrirliðabandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Mynd/AFP
John Terry er ekki lengur fyrirliði enska landsliðsins því hann fékk símtal frá stjórnarformanni enska knattspyrnusambandsins klukkan tíu í morgun þar sem að honum var tilkynnt að hann yrði ekki áfram fyrirliði landsliðsins.

David Bernstein hringdi í Terry eftir að hafa ráðfært sif við alla fjórtán meðlimina í stjórn enska sambandsins. Terry hefur verið ásakaður um kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR og framundan eru réttarhöld yfir Terry eftir Evrópumótið í sumar.

John Terry hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu en upptaka af Terry á Loftus Road virðist sýna hann öskra ljót orð í átt að Ferdinand. Terry heldur því fram að þar hafi hann aðeins verið að neita því að hafa sagt þessi orð við Ferdinand.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×