Enski boltinn

Rio Ferdinand hefur ekki áhuga á fyrirliðabandinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur engan áhuga á því að taka við fyrirliðabandi enska landsliðsins eins og hann gerði síðast þegar John Terry missti fyrirliðabandið. Það lítur allt út fyrir að Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í sumar.

John Terry missti fryirliðabandið í gær vegna ásakana á hendur honum um kynþáttafordóma gagnvart Anton Ferdinand hjá QPR. Málaferli þeim tengdum sem var frestað til 9. júlí eða fram yfir Evrópumótið. Terry hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu.

Terry missti einnig fyrirliðabandið skömmu fyrir HM í Suður-Afríku 2010 en þá vegna þess að upp komst um framhjáhald hans.

„Ef ég segi alveg eins og er þá vil ekki ekki fá fyrirliðabandið," sagði Rio Ferdinand í viðtali við BBC. Rio fékk aldrei að vera fyrirliði á HM í Suður-Afríku því hann missti af mótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir rétt fyrir HM. Gerrard bar fyrirliðabandið í Suður-Afríku.

„Ég verð að sjálfsögðu mjög ánægður ef ég verð valinn í liðið. Það er mikið afrek að fá tækifæri til að spila fyrir þína þjóð. Ég lít alltaf á það sem forrréttindi að vera valinn í enska landsliðið og mun eins og áður leggja mig hundrað prósent fram," sagði Rio Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×