Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2025 09:09 Norskir fjölmiðlamenn ræða við Sævar Atla á flugvellinum í Bergen í morgun Mynd: TV2 í Noregi Hópur fjölmiðlamanna var mættur á flugvöllinn í Bergen í morgun þegar að knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon lenti þar ásamt umboðsmanni sínum á leið í viðræður við norska úrvalsdeildarfélagið Brann. Sævar Atli er án félags eftir að samningur hans við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby rann út eftir nýafstaðið tímabil og hjá Brann mun hann meðal annars ræða við þjálfarann Frey Alexandersson en Íslendingarnir störfuðu saman hjá Lyngby á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bergensavisen (BA) (@bergensavisen) „Ég hef heyrt góða hluti um borgina sem og tengingu stuðningsmanna og félagsins. Ég hef ekki komið hingað til Bergen áður en þetta lítur út fyrir að vera mjög falleg borg,“ sagði Sævar Atli í samtali við TV 2 í Noregi í morgun. Þá var borin undir hann fullyrðing þjálfara Brann, Freys Alexanderssonar, um að þegar að Sævar Atli sér það sem félagið hefur upp á að bjóða og hittir fólkið sem hjá því starfar sé ekki möguleiki á að hann muni ekki skrifa undir samning hjá Brann. „Ég hef trú á Frey en við þurfum að ræða saman,“ sagði Sævar Atli. „Ég er búinn að tala við hann og einnig við aðstoðarþjálfarann Hartmann.“ Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby hefur hann spilað 126 leiki fyrir félagið, skorað tuttugu mörk og gefið 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Norskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á málinu og hér má finna umfjöllun TV 2. Danski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Sævar Atli er án félags eftir að samningur hans við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby rann út eftir nýafstaðið tímabil og hjá Brann mun hann meðal annars ræða við þjálfarann Frey Alexandersson en Íslendingarnir störfuðu saman hjá Lyngby á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by Bergensavisen (BA) (@bergensavisen) „Ég hef heyrt góða hluti um borgina sem og tengingu stuðningsmanna og félagsins. Ég hef ekki komið hingað til Bergen áður en þetta lítur út fyrir að vera mjög falleg borg,“ sagði Sævar Atli í samtali við TV 2 í Noregi í morgun. Þá var borin undir hann fullyrðing þjálfara Brann, Freys Alexanderssonar, um að þegar að Sævar Atli sér það sem félagið hefur upp á að bjóða og hittir fólkið sem hjá því starfar sé ekki möguleiki á að hann muni ekki skrifa undir samning hjá Brann. „Ég hef trú á Frey en við þurfum að ræða saman,“ sagði Sævar Atli. „Ég er búinn að tala við hann og einnig við aðstoðarþjálfarann Hartmann.“ Brann er á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys og hefur byrjað vel. Sem stendur er liðið í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar með tuttugu stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Viking en á leik til góða. Með liðinu spilar fyrir Íslendingurinn Eggert Aron Guðmundsson. Sævar Atli er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en eftir að hafa tekið skrefið út í atvinnumennskuna til Lyngby hefur hann spilað 126 leiki fyrir félagið, skorað tuttugu mörk og gefið 15 stoðsendingar. Hann átti þátt í því að koma liðinu upp í dönsku úrvalsdeildina á sínum tíma, spilaði 62 leiki þar en á nýafstöðnu tímabili féll Lyngby aftur niður í næstefstu deild. Sævar Atli á að baki landsleiki fyrir öll yngri landslið Íslands. Þá hefur hann spilað fimm A-landsleiki. Norskir fjölmiðlar hafa mikinn áhuga á málinu og hér má finna umfjöllun TV 2.
Danski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira