Enski boltinn

Terry mun ekki segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry og Anton Ferdinand.
John Terry og Anton Ferdinand. Mynd/Nordic Photos/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, er staðráðinn í að standa af sér erfiða tíma vegna ásakanna á hendur honum um kynþáttaníð. Hann mun því halda áfram ótrauður sem fyrirliði enska landsliðsins. Þetta hefur BBC eftir heimildarmanni sem þekkir vel til leikmannsins.

Terry er viss um sakleysi sitt og telur það ekki senda réttu skilaboðin að afsala sér fyrirliðabandinu. Jason Roberts, leikmaður Reading, er í hópi þeirra sem hefur opinberlega kallaði eftir því að Terry verði ekki með á EM.

Réttarhöldunum yfir John Terry hefur verið frestað fram yfir Evrópumótið í sumar en málið mun engu að síður liggja yfir enska landsliðsfyrirliðanum eins og skuggi. Hann var kærður fyrir kynþáttníð gagnvart Anton Ferdinand leikmanni Queens Park Rangers.

Terry hefur misst fyrirliðaband enska landsliðsins einu sinni áður en Fabio Capello tók af honum fyrirliðabandið fyrir HM í Suður-Afríku 2010 eftir að upp komst um framhjáhalda hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×