Enski boltinn

Mancini: Við megum ekki hugsa um United eða Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það snjóaði á Roberto Mancini og lærisveina hans í kvöld.
Það snjóaði á Roberto Mancini og lærisveina hans í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City sá sína menn vinna öruggan 3-0 sigur á Fulham í kvöld og ná þriggja stiga forskoti á nágrannanna Manchester United toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við spiluðum vel í kvöld og það var mikilvægt fyrir okkur að vinna eftir tapið á móti Everton," sagði Roberto Mancini.

„Við byrjuðum mjög vel og settum strax pressu á þá. Það var líka mikilvægt að ná að skora þetta fyrsta mark svona snemma. Ég er ánægður með þetta," sagði Mancini.

„Við verðum að vinna sem flesta leiki hér heima ef við ætlum að vinna titilinn. Við verðum samt fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum og megum ekki hugsa um United eða Tottenham," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×