Enski boltinn

Eigandi Nottingham Forest fannst látinn | Var aðeins 54 ára gamall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nigel Doughty.
Nigel Doughty. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nigel Doughty, eigandi enska b-deildarliðsins Nottingham Forest, fannst látinn á heimili sínu í dag. Hann var aðeins 54 ára gamall en hafði eignast félagið þegar hann var bara 41 árs.

Nottingham Forest gaf frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá láti Doughty en hann fannst í líkamsrækstarherberginu á heimili sínu.

Nigel Doughty eignaðist Nottingham Forest árið 1999 en hann bjargaði félaginu þá undan gjaldþroti. Hann hafði dælt meira en hundrað milljónum punda inn í félagið síðan þá.

Nigel Doughty hætti sem stjórnarformaður félagsins í október síðastliðnum.

Útlitið er ekki bjart hjá Nottingham Forest sem er í 23. og næstsíðasta sæti í ensku úrvalsdeildinni. Steve McClaren hætti sem stjóri liðsins í október og Steve Cotterill tók þá við.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×