Enski boltinn

Villas-Boas: Jose Mourinho setur pressu á okkur alla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho.
Jose Mourinho. Mynd/Nordic Photos/Getty
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að allir stjórar í ensku úrvalsdeildinni gætu misst starfið sitt ef að Jose Mourinho ákveður að hætta með Real Madrid og snúa aftur í enska boltann.

Jose Mourinho var nú síðast orðaður við stjórastarfið á Stamford Bridge en hin 49 ára gamli Mourinho hefur alltaf talað um að hann ætlaði sér að fara aftur til Englands.

„Eins og er þá er ekkert starf laust hjá félaginu og það er það sem skiptir mestu máli. Ég veit ekki betur en að þjálfari Real Madrid sé heldur ekki á lausu," sagði Andre Villas-Boas aðspurður um þessar sögusagnir.

„Hann er í starfi hjá besta félaginu í heimi. Það eina sem ég get sagt er að ég þekki af eigin raun hve mörg félög sýndu honum áhuga þegar við vorum saman hjá Chelsea á sínum tíma. Það komu mörg félög og bönkuðu á dyrnar hjá honum," sagði Villas-Boas.

„Þjálfari eins og Jose, sem er sá besti í heimi, verður alltaf eftirstóttur hjá hvaða félagi sem er. City, United og Chelsea og Tottenham og Liverpool og Arsenal hafa örugglega öll áhuga á því að ráða hann," sagði Villas-Boas og bætti við:

„Við erum því allir undir pressu frá Jose Mourinho, allt frá Mancini til Ferguson til mín til Dalglish til Harry Redknapp og svo framvegis," sagði Villas-Boas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×