Enski boltinn

Gareth Bale besti leikmaðurinn í janúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gareth Bale, hjá Tottenham, hefur verið valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúarmánuði. Bale var með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum deildarleikjum Tottenham í janúar en hann átti þátt í marki í öllum leikjunum fjórum.

Gareth Bale skoraði meðal annars stórglæsilegt mark í 2-3 tapinu á móti Manchester City og skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Wigan á White Hart Lane.

„Það er alltaf notalegt að fá viðurkenningu þegar þú ert að spila vel. Liðið er að spila vel og ég er mjög ánægður að fá að taka þátt í því," sagði Gareth Bale í viðtali við heimasíðu Tottenham en þar kom fyrst fram að Bale hafi fengið þessa viðurkenningu.

Gareth Bale var einnig valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni í apríl 2010 en í nóvember átti Tottenham bæði stjóra mánaðarins (Harry Redknapp) og besta leikmanninn (Scott Parker).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×