Enski boltinn

Rauðu spjöldin hjá Cisse og Huth afdrifarík | Öll úrslitin í enska í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Queens Park Rangers og Stoke City þurftu bæði að sætta sig við tap á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa misst mann af velli í fyrri hálfleik. Rauðu spjöldin hjá Robert Huth hjá Stoke og Djibril Cisse hjá QPR voru því afdrifarík fyrir þeirra lið í dag.

Sunderland vann 1-0 útisigur á Stoke á Britannia Stadium en Stoke var manni færra allan seinni hálfleikinn eftir að Robert Huth fékk rautt spjald í lok þess fyrri. Martin O'Neill hefur gjörbreytt gengi Sunderland en liðið er nú búið að vinna 5 af síðustu sjö leikjum sínum og er komið upp í 8. sæti deildarinnar. James McLean skoraði eina markið eftir klukkutíma.

Queens Park Rangers tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttunni. Bobby Zamora var búinn að skora eftir 16 mínútur í sínum fyrsta leik með Queens Park Rangers en Djibril Cisse fékk beint rautt spjald á 34. mínútu fyrir að hrinda Roger Johnson.

Wolves nýtti sér þetta, Matthew Jarvis jafnaði í byrjun seinni hálfleiksins og Kevin Doyle skoraði sigurmarkið. Heiðar Helguson gat ekki spilað vegna meiðsla og Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Úlfanna.

Grétar Rafn Steinsson gat ekki leikið með Bolton vegna meiðsla þegar liðið tapaði 2-0 á útivelli á móti Norwich. Andrew Surman og Anthony Pilkington skoruðu mörk Norwich á síðustu 22 mínútum leiksins.

Botnlið Wigan komst yfir á móti Everton á sjálfsmarki Phil Neville en Victor Anichebe náði að tryggja Everton jafntefli sjö mínútum fyrir leikslok.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Arsenal - Blackburn 7-1

1-0 Robin van Persie (2.), 1-1 Morten Gamst Pedersen (32.) 2-1 Robin van Persie (38.), 3-1 Alex Oxlade-Chamberlain (40.), 4-1 Mikel Arteta (51.), 5-1 Alex Oxlade-Chamberlain (54.), 6-1 Robin van Persie (61.), 7-1 Thierry Henry (90.+3)

Norwich - Bolton 2-0

1-0 Andrew Surman (69.), 2-0 Anthony Pilkington (84.)

Queens Park Rangers - Wolverhampton 1-2

1-0 Bobby Zamora (16.), 1-1 Matthew Jarvis (46.), 1-2 Kevin Doyle (71.)

Stoke - Sunderland 0-1

0-1 James McLean (60.)

West Bromwich - Swansea 1-2

1-0 Marc-Antoine Fortuné (54.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðsson (55.), 1-2 Danny Graham (59.).

Wigan - Everton 1-1

1-0 Sjálfsmark Phil Neville (76.), 1-1 Victor Anichebe (83.)


Tengdar fréttir

Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði

Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið.

Gylfi Þór með mark og stoðsendingu í sigri Swansea | Átti frábæran leik

Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 2-1 útisigur Swansea á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir að WBA hafði komst yfir í upphafi seinni hálfleiks. Gylfi átti frábæran leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×