Rauðu spjöldin hjá Cisse og Huth afdrifarík | Öll úrslitin í enska í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2012 14:45 Mynd/Nordic Photos/Getty Queens Park Rangers og Stoke City þurftu bæði að sætta sig við tap á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa misst mann af velli í fyrri hálfleik. Rauðu spjöldin hjá Robert Huth hjá Stoke og Djibril Cisse hjá QPR voru því afdrifarík fyrir þeirra lið í dag.Sunderland vann 1-0 útisigur á Stoke á Britannia Stadium en Stoke var manni færra allan seinni hálfleikinn eftir að Robert Huth fékk rautt spjald í lok þess fyrri. Martin O'Neill hefur gjörbreytt gengi Sunderland en liðið er nú búið að vinna 5 af síðustu sjö leikjum sínum og er komið upp í 8. sæti deildarinnar. James McLean skoraði eina markið eftir klukkutíma.Queens Park Rangers tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttunni. Bobby Zamora var búinn að skora eftir 16 mínútur í sínum fyrsta leik með Queens Park Rangers en Djibril Cisse fékk beint rautt spjald á 34. mínútu fyrir að hrinda Roger Johnson. Wolves nýtti sér þetta, Matthew Jarvis jafnaði í byrjun seinni hálfleiksins og Kevin Doyle skoraði sigurmarkið. Heiðar Helguson gat ekki spilað vegna meiðsla og Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Úlfanna.Grétar Rafn Steinsson gat ekki leikið með Bolton vegna meiðsla þegar liðið tapaði 2-0 á útivelli á móti Norwich. Andrew Surman og Anthony Pilkington skoruðu mörk Norwich á síðustu 22 mínútum leiksins.Botnlið Wigan komst yfir á móti Everton á sjálfsmarki Phil Neville en Victor Anichebe náði að tryggja Everton jafntefli sjö mínútum fyrir leikslok.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Arsenal - Blackburn 7-1 1-0 Robin van Persie (2.), 1-1 Morten Gamst Pedersen (32.) 2-1 Robin van Persie (38.), 3-1 Alex Oxlade-Chamberlain (40.), 4-1 Mikel Arteta (51.), 5-1 Alex Oxlade-Chamberlain (54.), 6-1 Robin van Persie (61.), 7-1 Thierry Henry (90.+3)Norwich - Bolton 2-0 1-0 Andrew Surman (69.), 2-0 Anthony Pilkington (84.)Queens Park Rangers - Wolverhampton 1-2 1-0 Bobby Zamora (16.), 1-1 Matthew Jarvis (46.), 1-2 Kevin Doyle (71.)Stoke - Sunderland 0-1 0-1 James McLean (60.)West Bromwich - Swansea 1-2 1-0 Marc-Antoine Fortuné (54.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðsson (55.), 1-2 Danny Graham (59.).Wigan - Everton 1-1 1-0 Sjálfsmark Phil Neville (76.), 1-1 Victor Anichebe (83.) Tengdar fréttir Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið. 4. febrúar 2012 12:30 Gylfi Þór með mark og stoðsendingu í sigri Swansea | Átti frábæran leik Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 2-1 útisigur Swansea á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir að WBA hafði komst yfir í upphafi seinni hálfleiks. Gylfi átti frábæran leik. 4. febrúar 2012 14:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Queens Park Rangers og Stoke City þurftu bæði að sætta sig við tap á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa misst mann af velli í fyrri hálfleik. Rauðu spjöldin hjá Robert Huth hjá Stoke og Djibril Cisse hjá QPR voru því afdrifarík fyrir þeirra lið í dag.Sunderland vann 1-0 útisigur á Stoke á Britannia Stadium en Stoke var manni færra allan seinni hálfleikinn eftir að Robert Huth fékk rautt spjald í lok þess fyrri. Martin O'Neill hefur gjörbreytt gengi Sunderland en liðið er nú búið að vinna 5 af síðustu sjö leikjum sínum og er komið upp í 8. sæti deildarinnar. James McLean skoraði eina markið eftir klukkutíma.Queens Park Rangers tapaði 1-2 á heimavelli á móti Wolves í gríðarlega mikilvægum leik í botnbaráttunni. Bobby Zamora var búinn að skora eftir 16 mínútur í sínum fyrsta leik með Queens Park Rangers en Djibril Cisse fékk beint rautt spjald á 34. mínútu fyrir að hrinda Roger Johnson. Wolves nýtti sér þetta, Matthew Jarvis jafnaði í byrjun seinni hálfleiksins og Kevin Doyle skoraði sigurmarkið. Heiðar Helguson gat ekki spilað vegna meiðsla og Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Úlfanna.Grétar Rafn Steinsson gat ekki leikið með Bolton vegna meiðsla þegar liðið tapaði 2-0 á útivelli á móti Norwich. Andrew Surman og Anthony Pilkington skoruðu mörk Norwich á síðustu 22 mínútum leiksins.Botnlið Wigan komst yfir á móti Everton á sjálfsmarki Phil Neville en Victor Anichebe náði að tryggja Everton jafntefli sjö mínútum fyrir leikslok.Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:Arsenal - Blackburn 7-1 1-0 Robin van Persie (2.), 1-1 Morten Gamst Pedersen (32.) 2-1 Robin van Persie (38.), 3-1 Alex Oxlade-Chamberlain (40.), 4-1 Mikel Arteta (51.), 5-1 Alex Oxlade-Chamberlain (54.), 6-1 Robin van Persie (61.), 7-1 Thierry Henry (90.+3)Norwich - Bolton 2-0 1-0 Andrew Surman (69.), 2-0 Anthony Pilkington (84.)Queens Park Rangers - Wolverhampton 1-2 1-0 Bobby Zamora (16.), 1-1 Matthew Jarvis (46.), 1-2 Kevin Doyle (71.)Stoke - Sunderland 0-1 0-1 James McLean (60.)West Bromwich - Swansea 1-2 1-0 Marc-Antoine Fortuné (54.), 1-1 Gylfi Þór Sigurðsson (55.), 1-2 Danny Graham (59.).Wigan - Everton 1-1 1-0 Sjálfsmark Phil Neville (76.), 1-1 Victor Anichebe (83.)
Tengdar fréttir Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið. 4. febrúar 2012 12:30 Gylfi Þór með mark og stoðsendingu í sigri Swansea | Átti frábæran leik Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 2-1 útisigur Swansea á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir að WBA hafði komst yfir í upphafi seinni hálfleiks. Gylfi átti frábæran leik. 4. febrúar 2012 14:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Van Persie með þrennu í fyrsta sigri Arsenal á árinu | Henry skoraði Robin van Persie skoraði þrennu og Alex Oxlade-Chamberlain var með tvö mörk þegar Arsenal-liðið hrökk í gang og vann 7-1 stórsigur á Blackburn Rovers. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á árinu 2004 en liðið var aðeins búið að ná í eitt stig úr síðustu fjórum leikjum sínum. Thierry Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði sjöunda og síðasta markið. 4. febrúar 2012 12:30
Gylfi Þór með mark og stoðsendingu í sigri Swansea | Átti frábæran leik Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn á bak við 2-1 útisigur Swansea á West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði upp sigurmarkið fjórum mínútum síðar eftir að WBA hafði komst yfir í upphafi seinni hálfleiks. Gylfi átti frábæran leik. 4. febrúar 2012 14:30