Enski boltinn

Saha gæti komið beint inn í byrjunarliðið á móti Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Saha.
Louis Saha. Mynd/Nordic Photos/Getty
Louis Saha fór óvænt frá Everton til Tottenham á lokadegi félagsskiptagluggans og svo gæti farið að franski framherjinn fari beint inn í byrjunarliðið hjá liðinu fyrir leikinn á móti Liverpool á mánudagskvöldið.

Margir framherjar Harry Redknapp eru nefnilega tæpir fyrir leikinn. Það er ólíklegt að Jermain Defoe geti spilað og þá eru þeir Rafael van der Vaart (kálfi) og Emmanuel Adebayor (aftan í læri) einnig að glíma við meiðsli. Rússinn Roman Pavlyuchenko er síðan farinn til FC Lokomotiv Moskvu.

Louis Saha er 33 ára gamall en hann hefur aðeins skorað 1 mark í 18 deildarleikjum með Everton á tímabilinu. Saha kom til Everton frá Manchester United árið 2008 og skoraði alls 27 mörk í 97 deildarleikjum með liðinu. Hann hefur spilað í Englandi frá aldarmótum en hann spilaði einnig með Newcastle United og Fulham.

Harry Redknapp er þekktur fyrir að koma gömlum köppum í gang á ný og það verður fróðlegt að sjá hvað Louis Saha gerir undir hans stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×