Enski boltinn

Wenger: Allir leikir okkar hér eftir eins og bikarúrslitaleikir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er aftur undir mikilli pressu eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Eftir markalaust jafntefli á móti Bolton í gær hefur liðið aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Arsenal er núna komið niður í söunda sæti en liðið hefur aldrei endaði neðar en í fjórða sæti í tíð Wenger.

„Auðvitað tel ég að við getum komist í Meistaradeildina. Allir leikir okkar hér eftir eru samt eins og bikarúrslitaleikir. Við höfum sjálfstraustið en þurfum að kalla það fram í hverjum leik," sagði Arsene Wenger en Arsenal er nú fimm stigum á eftir Chelsea sem eins og er í hinu eftirsótta fjórða sæti.

„Við höfum nú farið í gegnum erfitt tímabil þar sem við töpuðum þremur leikjum í röð [á móti Fulham, Swansea and Manchester United] en við áttum möguleika á því að vinna þá alla," sagði Wenger.

„Núna bíður okkur annað tímabil þar sem við erum líka að fara að spila í enska bikarnum og Meistaradeildinni og það verður erfitt að samræma allar þessar þrjár keppnir. Við megum því ekki lenda í frekari meiðslum," sagði Wenger.

„Við höfum fengið [Bacary] Sagna til baka, það er ekki langt í [Kieran] Gibbs og [Mikel] Arteta er orðinn góður. Vonandi komust við heilir í gegnum þetta leikjaálag sem er framundan," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×