Heiðar: Ekki ástæða til að æsa sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2012 06:00 Heiðar gerir sér grein fyrir því að hann gæti þurft að sitja á bekknum með komu nýrra framherja. Hann ætlar að nýta þau tækifæri sem munu gefast. Nordic Photos / Getty Images „Ég meiddist í náranum á móti Wigan og svo versnaði það í fyrri hálfleik gegn Chelsea. Ég verð því að hvíla aðeins núna," sagði framherjinn Heiðar Helguson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins QPR. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Aston Villa á miðvikudag vegna meiðslanna. Óhætt er að segja að Heiðar sé að meiðast á versta tíma enda félagið nýbúið að kaupa tvo framherja, Djibril Cisse og Bobby Zamora, og svo kom Federico Macheda að láni frá Man. Utd í upphafi janúar. Baráttan um sætin í byrjunarliðinu er því afar hörð. „Þessi meiðsli eru nú ekkert mjög alvarleg og ég reikna með því að vera frá í um hálfan mánuð. Ég á ekki von á því að það verði lengra." Heiðar segir að framherjakaup félagsins hafi ekki komið sér á óvart. „Ég reiknaði með mönnum inn og við þurftum á mönnum að halda. Það er svo einfalt að við urðum að styrkja okkur ef við ætlum að halda okkur uppi. Hvort að staða mín sé eitthvað breytt veit ég ekki. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að þessir menn hafi verið keyptir til þess að sitja á bekknum," sagði Heiðar en hefur hann eitthvað rætt við Mark Hughes, stjóra liðsins um sína stöðu? „Nei, við höfum ekki gert það enn sem komið er. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Ég bíð bara og sé svo hvað gerist í framhaldinu. Ég er líka meiddur sem stendur þannig að hann þarf að skoða aðra möguleika í framlínunni." Ég verð þolinmóðurDalvíkingurinn er nú vanur því að þurfa að hafa fyrir hlutunum og hann óttast samkeppnina ekkert sérstaklega. „Eins og ég segi reikna ég með því að hann hafi keypt Cisse og Zamora til þess að spila þeim og ef það er raunin þá verð ég bara að vera þolinmóður. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þeirri stöðu. Ég er vanur því og tek þessari stöðu eins og öllu öðru. Ég mun þá bíða eftir tækifærinu og nýta það eins vel og ég get. Svo meiðast menn líka og þá geta hlutirnir breyst fljótt aftur. Það er því engin ástæða til þess að æsa sig neitt." Heiðar segir að Mark Hughes hafi annars komið inn af nokkrum krafti hjá félaginu og honum líst vel á stjórann sem var ekkert ólíkur Heiðari er hann spilaði – ósérhlífinn baráttuþjarkur. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til hans. Hann virkar vel á mig. Ég held að við höfum mjög góðan möguleika á að halda okkur uppi með þetta þjálfarateymi," sagði Heiðar Helguson. Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
„Ég meiddist í náranum á móti Wigan og svo versnaði það í fyrri hálfleik gegn Chelsea. Ég verð því að hvíla aðeins núna," sagði framherjinn Heiðar Helguson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins QPR. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn Aston Villa á miðvikudag vegna meiðslanna. Óhætt er að segja að Heiðar sé að meiðast á versta tíma enda félagið nýbúið að kaupa tvo framherja, Djibril Cisse og Bobby Zamora, og svo kom Federico Macheda að láni frá Man. Utd í upphafi janúar. Baráttan um sætin í byrjunarliðinu er því afar hörð. „Þessi meiðsli eru nú ekkert mjög alvarleg og ég reikna með því að vera frá í um hálfan mánuð. Ég á ekki von á því að það verði lengra." Heiðar segir að framherjakaup félagsins hafi ekki komið sér á óvart. „Ég reiknaði með mönnum inn og við þurftum á mönnum að halda. Það er svo einfalt að við urðum að styrkja okkur ef við ætlum að halda okkur uppi. Hvort að staða mín sé eitthvað breytt veit ég ekki. Ég geri samt ekki ráð fyrir því að þessir menn hafi verið keyptir til þess að sitja á bekknum," sagði Heiðar en hefur hann eitthvað rætt við Mark Hughes, stjóra liðsins um sína stöðu? „Nei, við höfum ekki gert það enn sem komið er. Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer. Ég bíð bara og sé svo hvað gerist í framhaldinu. Ég er líka meiddur sem stendur þannig að hann þarf að skoða aðra möguleika í framlínunni." Ég verð þolinmóðurDalvíkingurinn er nú vanur því að þurfa að hafa fyrir hlutunum og hann óttast samkeppnina ekkert sérstaklega. „Eins og ég segi reikna ég með því að hann hafi keypt Cisse og Zamora til þess að spila þeim og ef það er raunin þá verð ég bara að vera þolinmóður. Það yrði ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þeirri stöðu. Ég er vanur því og tek þessari stöðu eins og öllu öðru. Ég mun þá bíða eftir tækifærinu og nýta það eins vel og ég get. Svo meiðast menn líka og þá geta hlutirnir breyst fljótt aftur. Það er því engin ástæða til þess að æsa sig neitt." Heiðar segir að Mark Hughes hafi annars komið inn af nokkrum krafti hjá félaginu og honum líst vel á stjórann sem var ekkert ólíkur Heiðari er hann spilaði – ósérhlífinn baráttuþjarkur. „Mér líst mjög vel á það sem ég hef séð til hans. Hann virkar vel á mig. Ég held að við höfum mjög góðan möguleika á að halda okkur uppi með þetta þjálfarateymi," sagði Heiðar Helguson.
Mest lesið Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira