Enski boltinn

Tevez segir ummæli sín í Kicker skálduð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tevez ræðir við Roberto Mancini, stjóra City.
Tevez ræðir við Roberto Mancini, stjóra City. Nordic Photos / Getty Images
Carlos Tevez og hans fulltrúar sendu í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ummæli sem höfð voru eftir honum í þýska blaðinu Kicker í dag séu skálduð.

Tevez á að hafa sagt í umræddu viðtali að honum þætti sú meðhöndlun sem hann hafi fengið hjá Manchester City furðuleg og að honum væri alveg sama um hvað öðrum þætti um hann.

En í yfirlýsingunni er því neitað að Tevez hafi veitt Kicker viðtal og kannast hann ekkert við ummælin.

Tevez hefur ekkert spilað með City síðan í september en þá neitaði hann að koma inn á sem varamaður í leik með liðinu í Meistaradeildinni. Hann fór í fússi frá Englandi fyrir nokkru síðan og heldur til í heimalandi sínu, Argentínu.

City hefur neitað að greiða honum laun á meðan. Fastlega var búist við því að hann yrði seldur eða lánaður í félagaskiptaglugganum í janúar en ekkert varð af því. Það er því útlit fyrir að hann verði áfram á mála hjá City fram á sumar, að minnsta kosti.

Sagan endalausa heldur því áfram.


Tengdar fréttir

Tevez ekki til AC Milan | Lokað fyrir félagaskipti á Ítalíu

Þó svo að félagaskipti verði enn heimil í Englandi til klukkan 23 í kvöld er búið að loka fyrir félagaskipti á Ítalíu. Það þýðir að Carlos Tevez, leikmaður Manchester City, fer ekki til AC Milan, eins og sögusagnir voru um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×