Fleiri fréttir

Hlynur á leið til Evrópu?

Líkur eru á að Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sé á leið til Evrópu í atvinnumennsku.

Ísland mætir Búlgaríu

Íslenska U-21 árs landsliðið í knattspyrnu mætir því búlgarska í fyrsta leik undankeppni EM á Víkingsvelli í dag klukkan 17.

Hver tekur við af Sir Bobby?

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle hefur hafið leit að arftaka Sir Bobby Robson en honum var vikið úr stól framkvæmdastjóra félagsins á dögunum eftir að hafa verið við stjórnvölinn í fimm ár.

Allan Borgvardt maður 16. umferðar

Hinn 24 ára gamli Allan Borgvardt sló í gegn í Landsbankadeildinni í fyrrasumar og var kosinn besti leikmaður deildarinnar. FH-ingar komu þá mjög á óvart og enduðu í öðru sæti, bæði í deild og bikar.

Ívar gefur ekki kost á sér

Ívar Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Reading á Englandi, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli á laugardag.

Hlynur ver Valsmarkið

Hlynur Jóhannesson handknattleiksmarkvörður, sem lék á síðustu leiktíð með Tenerife Tres De Mayo á Spáni, hefur gert samning við Val til tveggja ára. Valsmenn eru einnig með örvhentan landsliðsmann frá Slóvakíu til skoðunar. Það skýrist í vikunni hvort samið verði við hann.

Derby sýnir Eggerti áhuga

Eggert Stefánsson, varnarmaðurin sterki úr Fram, fundaði í gær með forráðamönnum enska 1. deildar félagsins Derby sem hafa sýnt þessum snjalla knattspyrnumanni áhuga. Eggert var hins vegar fjarri góðu gamni í gær þegar Fram sigraði KR í Landsbankadeildinni á Laugardalsvelli vegna leikbanns.

21 árs hópurinn valinn

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur valið átján manna landsliðshóp fyrir leikina gegn Búlgaríu og Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins. Tveir nýliðar eru í hópnum: Páll Gísli Jónsson úr Breiðabliki og Einar Hlöðver Sigurðsson úr ÍBV. Hópurinn er annars eftirfarandi:

Undanúrslit hjá konunum í kvöld

Í kvöld verður leikið til undanúrslita í Visa-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. ÍBV tekur á móti Stjörnunni í Vestmannaeyjum og Valur og KR eigast við á Hlíðarenda. Báðir leikirnir hefjast klukkan 17:30.

Angulo áfram hjá Valencia

Miguel Angulo, leikmaður Valencia á Spáni, hefur hætt við að ganga til liðs við ensku meistaranna í Arsenal en hann hefur verið á mála hjá spænska félaginu frá árinu 1997. </font />

Völler til Roma

Rudi Völler, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, hefur tekið við þjálfun hjá Roma á Ítalíu. Völler lék með liðinu á sínu tíma og skoraði mikið af mörkum . Hann tekur við starfinu af Cesare Prandelli sem sagði starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum eftir aðeins um þriggja mánaða veru hjá félaginu.

Dómarar þiggja mútur

Yfirvöld í Tékklandi hafa handtekið tvo dómara og starfsmenn tveggja knattspyrnufélaga fyrir mútumál sem skaut upp kollinum nýverið.

Rifist um Ronaldo

Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala og Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hafa eldað grátt silfur saman í fjölmiðlum undanfarna daga.

King til KR

Búið er að ganga frá útlendingamálum hjá meistaraflokki KR í körfuboltanum.

Schumacher ekki með á Monza

Forráðamenn Williams-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum tilkynntu að Ralf Schumacher yrði með í Monza-kappakstrinum 12. september.

Portlandliðið ánægt með Miles

Stjórnarmenn og þjálfarar Portland Trailblazers í NBA-deildinni eru greinilega ánægðir með Darius Miles, sem kom til liðsins frá Cleveland Cavaliers snemma á þessu ári.

Rooney til Manchester

Enski landsliðsmiðherjinn hjá Everton, Wayne Rooney, skrifar undir samning hjá Manchester United í dag. Rooney kom til Manchester í morgun og gekkst undir læknisskoðun. Hann er 18 ára og sló í gegn með enska landsliðinu á EM í Portúgal í sumar.

Ólafur í úrvalsliðið

Ólafur Stefánsson landsliðsmaður í handknattleik var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna í handknattleik. Þetta er mikill heiður fyrir Ólaf sem var langbesti leikmaður Íslands á leikunum.

Leikmannamarkaði lokar í nótt

Félög í Evrópu keppast nú við að kaupa og selja knattspyrnumenn en leikmannamarkaðnum verður lokað á miðnætti og opnast ekki aftur fyrr en í janúar. Zlatan Ibrahimovich sóknarmaður Ajax er á leiðinni til Ítalska stórliðsins Juventus.

Fylkir úr leik

Fylkismenn eru að öllum líkindum úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Fylkir tapaði 1-0 á heimavelli í gærkvöldi gegn KA mönnum. Elmar Dan Sigþórsson skoraði sigurmarkið á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsta mark norðanmanna í 610 mínútur. KA lyfti sér af botninum og er með 15 stig. Fylkir er í þriðja sæti með 26 stig.

Barkley ræðst á konu

Gamli NBA-leikmaðurinn Charles Barkley komst í hann krappan á dögunum þegar kona ásakaði hann að hafa ráðist á sig með ósiðlegum hætti.

Cannavaro til Juventus

Juventus hefur gengið frá samningi við ítalska landsliðsmanninn Fabio Cannavaro frá Inter Milan.

Þriðji Svíinn til Southampton

Svíinn Andreas Jakobsson, sem leikur með Bröndby í Danmörku, er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Southampton.

Réttað yfir Kobe Bryant

Réttarhöldin yfir Kobe Bryant hófust í Eagle í Coloradofylki í Bandaríkjunum í gær.

Agassi stefnir að sigri

Andre Agassi stefnir að sigri í þriðja sinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis.

Rooney til Rauðu djöflanna

Manchester United hefur komist að samkomulagi við Everton um kaup á enska landsliðsmanninum Wayne Rooney. Stjórn United tilkynnti um kaupin í gær hjá breska verðbréfamarkaðinum. Talið er að kaupverðið nemi um 26 milljónum punda, sem samsvarar rúmum þremur milljörðum íslenskra króna.

Ólafur Stefánsson í úrvalsliði ÓL

Ólafur Stefánsson var valinn sem hægri skytta í úrvalslið Ólympíuleikanna í Aþenu. Það voru Bengt Johansson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Svía, og Frakkinn Daniel Costantini sem völdu liðið í samvinnu við landsliðsþjálfara þátttökuþjóðanna í Aþenu.

FH-ingar feti frá titlinum

FH-ingar stigu í gærkvöldi stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í knattspyrnu í meistaraflokki karla með því að leggja Grindvíkinga að velli, 0-4, á útivelli.

KR-ingar niður í fallbaráttuna

Framarar unnu nágranna sína í KR, 1–0, í Laugardalnum í gær. Þeir komu sér fyrir vikið upp úr fallsæti, upp fyrir lið Víkinga og KA, og toguðu um leið Íslandsmeistara KR-inga niður í fallbaráttuna en Vesturbæjarliðið er nú aðeins 4 stigum frá fallsæti þegar sex stig eru í pottinum.

Kæra úrslit maraþonhlaupsins

Ólympíunefnd Brasilíu ætlar að kæra úrslit maraþonhlaupsins sem haldið var í Aþenu í gær, þar sem hlaupið var truflað af áhorfanda. Síðla í hlaupinu hljóp maður í skotapilsi inn á götuna þannig að hlaupari frá Brasilíu, Vanderlei de Lima sem þá leiddi hlaupið, hentist inn í mannfjöldann.

Í tveggja ára keppnisbann

Dómstóll ÍSÍ hefur komið saman og tekið fyrir mál sem Lyfjaráð ÍSÍ höfðaði gegn Önnu Soffíu Víkingsdóttur, skráðum félaga í Júdófélagi Reykjavíkur. Kærða var boðuð í lyfjapróf þann 24. Apríl sl. eftir keppni á Íslandsmóti í júdó. Sýnið var sent til greiningar í Svíþjóð.

Ráku Sir Bobby Robson

Newcastle United rak í morgun knattspyrnustjóra sinn Sir Bobby Robson. Robson tók við liðinu fyrir fimm árum og náði strax mjög góðum árangri. Newcastle byrjaði illa í ensku úrvalsdeildinni og tap gegn Aston Villa um helgina var dropinn sem fyllti mælinn.

Leikunum lokið

Ólympíuleikunum var slitið í gærkvöld í Aþenu í Grikklandi. Bandaríkin hlutu flest verðlaun, 103 þar af 35 gull. Kínverjar voru með 32 gull og 63 verðlaun í heildina.

Maradona á leik með Boca Juniors

Knattspyrnuguðinn Diego Armando Maradona var viðstaddur leik Boca Juniors þegar liðið lék við Racing Club á Bombonera-leikvanginum í Búenos Aíres.

ÍBV í efsta sætið

ÍBV komst í gær í fyrsta sætið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Víkingi í fyrsta leiknum í sextándu umferðinni. Eyjamenn eru jafnir FH-ingum að stigum, eru með 28 en eru efstir á markamun.

Fiorentina fær liðstyrk

Lið Fiorentina í ítölsku deildinni hefur bætt við sig nokkrum nýjum leikmönnum.

Fótboltamenn barðir í buff

Tveir af leikmönnum króatíska liðsins Dinamo Zagreb fengu allrækilega að kenna á því eftir tapleik liðsins gegn liði Inter á sunnudaginn var.

Kobe Bryant fyrir rétt í september

Nú styttist í að réttarhöld hefjist yfir bandaríska körfuboltamanninum Kobe Bryant sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni.

18 mörk í níu leikjum

18 mörk voru skoruð í níu leikjum í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knatttspyrnu um helgina. Real Madrid vann góðan útisigur á Mallorka 1-0. Ronaldo skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik eftir sendingu frá Michael Owen.

Rúnar og Pétur ekki með

Rúnar Kristinsson og Pétur Hafliði Marteinsson eru meiddir og verða að öllum líkindum ekki í landsliðshópnum sem verður tilkynntur í dag. Íslendingar leika gegn Búlgörum á Laugardalsvelli 4.september næstkomandi og Ungverjum 8.september ytra. Þetta eru fyrstu leikir landsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Markalaust jafntefli

Manchester United og Everton gerðu markalaust jafntefli í viðureign liðanna á Old Trafford í Manchester nú fyrir stundu. United var nær sigri og átti meðal annars þrjú skot í markstangir Everton.

Rooney mjög líklega til Manchester

Fastlega er búist við því að sóknarmaður Everton, Wayne Rooney gangi til liðs við Manchester United á morgun. Kaupverðið er talið vera um 25 milljónir punda.

Woody Austin sigrar

Bandaríski kylfingurinn Woody Austin vann fyrsta sigur í bandarísku mótaröðinni í golfi í 9 ár í gær. Austin vann eftir bráðabana gegn Tim Herron á sterku móti í Connecticut.

Sjá næstu 50 fréttir