Sport

Leikmannamarkaði lokar í nótt

Félög í Evrópu keppast nú við að kaupa og selja knattspyrnumenn en leikmannamarkaðnum verður lokað á miðnætti og opnast ekki aftur fyrr en í janúar. Zlatan Ibrahimovich sóknarmaður Ajax er á leiðinni til Ítalska stórliðsins Juventus. Djimi Traore er á leiðinni frá Liverpool til Everton, Varnarmaðurinn David Cortez er að fara til Liverpool frá Mallorka. Tottenham keypti í morgun Calum Davenport frá Coventry, Robert Earnshaw fór frá Cardiff til WBA, Sóknarmaðurinn Valencia Angulo hætti við að fara til Englandsmeistara Arsenal og skrifaði undir nýjan samning hjá Spánarmeisturunum. Javier Saviola sóknarmaður barcelona er kominn til Mónakó og verður þar að láni út keppnistímabilið. Búast má við frekari hræringum á leikmannamarkaðnum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×