Sport

Dómarar þiggja mútur

Yfirvöld í Tékklandi hafa handtekið tvo dómara og starfsmenn tveggja knattspyrnufélaga fyrir mútumál sem skaut upp kollinum nýverið. Gustavus Santarius, íþróttastjóri hjá fyrstudeildarliðinu SFC Opava og Radomir Hrubon, starfsmaður FC Vitkovice í annarri deild, eru ásakaðir um að hafa mútað tveimur tékkneskum dómurum. Er dómurunum, Vaclav Zejda og Jaroslav Gruber, gefið að sök að hafa þegið múturnar sem námu hundruðum þúsunda að sögn tékknesku pressunnar. Málið er enn í rannsókn en fari svo að starfsmennirnir verði fundir sekir eiga þeir von á allt að eins árs fangelsisvist. Verði dómararnir fundnir sekir geta þeir fengið hærri dóm, eða um tveggja ára fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×