Sport

Barkley ræðst á konu

Gamli NBA-leikmaðurinn Charles Barkley komst í hann krappan á dögunum þegar kona ásakaði hann að hafa ráðist á sig með ósiðlegum hætti. Atvikið gerðist á næturklúbbnum 32 Degrees í Philadelphia en ekki er enn vitað hvað Barkley gekk til. Lögreglan í Philadelphia verst allra frétta enda er málið á frumstigi og rannsókn nýhafin. Lögreglan ítrekaði að formleg kæra hefði ekki enn átt sér stað. Charles Barkley er einn af litríkustu körfuboltamönnum sögunnar. Hann hóf feril sinn hjá Philadelpia 76ers, lék um tíma með Phoenix Suns og endaði ferilinn hjá Houston Rockets. Barkley var valinn níu sinnum í Stjörnuleik NBA og náði hápunkti ferils síns 1993 þegar hann hreppti MVP-verðlaunin sem besti leikmaður tímabilsins. Barkley hefur alltaf þótt litríkur persónuleiki, innan vallar sem utan. Hann setti til dæmis sögulegan svip á úrslitarimmu Phoenix Suns og Chicago Bulls árið 1993. Á þeim tíma var Barkley kærður af bandarísku hafnaboltadeildinni fyrir að þramma inn á leik í Chicago og syngja þjóðsönginn! Hlaut hann sekt fyrir vikið. Hann er nú íþróttaþulur á sjónvarpsstöðinni TNT og hefur unnið þar síðan hann lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum. Hann hefur ávallt verið með munninn fyrir neðan nefið, sendir stöðugar plammeringar frá sér, og fór til dæmis hamförum í spádómum um gengi Draumaliðsins á Ólympíuleikunum. Barkley reyndist sannspár í þeim efnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×