Sport

Silvinho með tvöfalt ríkisfang

Mikið hefur borið á að knattspyrnumenn skipti um ríkisborgararétt. Brasilíski leikmaðurinn Deco sótti um portúgalskt ríkisfang fyrr á árinu og nú hefur landi hans Silvinho fengið tvöfalt ríkisfang og er því með spænskan og brasilískan ríkisborgararétt. Kappinn var nýlega ráðinn til Barcelona en þar einungis eru leyfðir þrír erlendir leikmenn í hverju liði í spænsku deildinni. Forráðamenn Barcelona sneru því á reglurnar með þessum hætti til að halda sér innan þaksins. Silvino lék áður með Arsenal og Celta Vigo. Hann mun eflaust láta ljós sitt skína hjá Börsungum sem enduðu í öðru sæti spænsku deildarinnar í fyrra og vilja væntanlega gera betur á nýhöfnu tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×