Sport

Fótboltamenn barðir í buff

Tveir af leikmönnum króatíska liðsins Dinamo Zagreb fengu allrækilega að kenna á því eftir tapleik liðsins gegn liði Inter á sunnudaginn var. Þeir Dario Zahora og Zoran Zekic voru lamdir af hópum fólks sem voru ekki á eitt sáttir við gang mála. Zahora fékk óvænta heimsókn á veröndina heima hjá sér þar sem nokkrir aðilar gengu í skrokk á honum. Zekic var hins vegar staddur á rauðu ljósu þegar hann var dreginn út úr bíl sínum og barinn í buff. Það er greinilega enginn dans á rósum að vera knattspyrnumaður í Króatíu. Dinamo hefur aldrei byrjað jafnilla á ferlinum og tapað 5 af fyrstu sex leikjum deildarkeppninnar. Óánægja stuðningsmanna liðsins leynir sér ekki en er þó fulllangt gengið ef menn geta ekki um frjálst höfuð sér strokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×