Sport

18 mörk í níu leikjum

18 mörk voru skoruð í níu leikjum í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í knatttspyrnu um helgina. Real Madrid vann góðan útisigur á Mallorka 1-0. Ronaldo skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik eftir sendingu frá Michael Owen. Owen kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik. Barcelona lagði Racing Santander að velli 2-0 á útivelli. Ludovic Giuly og Samuel Eto skoruðu mörkin. Leikjunum verður gerð góð skil í þættinum Boltinn með Guðna Bergs sem hefst á nýjan leik á Sýn í kvöld klukkan 20.30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×