Sport

KR-ingar niður í fallbaráttuna

Framarar unnu nágranna sína í KR, 1–0, í Laugardalnum í gær. Þeir komu sér fyrir vikið upp úr fallsæti, upp fyrir lið Víkinga og KA, og toguðu um leið Íslandsmeistara KR-inga niður í fallbaráttuna en Vesturbæjarliðið er nú aðeins 4 stigum frá fallsæti þegar sex stig eru í pottinum. Það var Viðar Guðjónsson sem skoraði sigurmark Fram í leiknum í upphafi seinni hálfleiks og tryggði liðinu fyrsta sigurinn á KR á aðalvellinum í Laugardal síðan sumarið 1991. Markið var samt slysalegt að hálfu Kristjáns Finnbogasonar, markvarðar KR, sem hleypti boltanum framhjá sér á nærstönginni þegar lítil hætta virtist annars vera á ferðum. Viðar var bestur í ágætu og jöfnu Framliði. Það er ekki að finna marga veikleika á liðinu eins og það spilar þessa daganna. "Mér fannst við spila varnarleikinn vel í fyrri hálfleik. Við fórum síðan á KR-ingana þar sem við vildum, á bak við bakverðina og það sem ég vildi að við myndum laga voru sendingarnar og það fannst mér menn gera í seinni hálfleik," sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Framara fagnaði sigri gegn gömlu félögunum sínum í KR-liðinu. KR-ingar sóttu meira allan leikinn og fengu fleiri færi í fyrra hálfleik og voru þá líklegri. Þeir komust hinsvegar lítið áleiðis í seinni hálfleik gegn skipulögðum varnarleik Framara.  n



Fleiri fréttir

Sjá meira


×