Sport

Rooney til Manchester

Enski landsliðsmiðherjinn hjá Everton, Wayne Rooney, skrifar undir samning hjá Manchester United í dag. Rooney kom til Manchester í morgun og gekkst undir læknisskoðun. Hann er 18 ára og sló í gegn með enska landsliðinu á EM í Portúgal í sumar. Manchester United greiðir 25 milljónir punda eða rúmlega þrjá milljarða króna, fyrir Rooney. Manchester United hefur farið illa af stað í úrvalsdeildinni og er liðið sjö stigum á eftir Arsenal. Rooney er meiddur en ætti að geta leikið eftir nokkrar vikur. Everton er í miklum fjárhagsvandræðum en með sölunni á Rooney getur þetta fornfræga félag rétt úr kútnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×