Sport

Fylkir úr leik

Fylkismenn eru að öllum líkindum úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Fylkir tapaði 1-0 á heimavelli í gærkvöldi gegn KA mönnum. Elmar Dan Sigþórsson skoraði sigurmarkið á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsta mark norðanmanna í 610 mínútur. KA lyfti sér af botninum og er með 15 stig. Fylkir er í þriðja sæti með 26 stig. Sextándu umferð lýkur í kvöld með þremur leikjum. ÍA tekur á móti Keflavík á Akranesvelli klukkan 17.30 en leik liðanna var frestað í gær eins og viðureign Grindavíkur og FH en sá leikur verður klukkan 18 á Grindavíkurvelli og í beinni útsendingu á Sýn. Klukkan átta hefst viðureign Fram og KR á Laugardalsvellinum og er sú rimma einnig í beinni á Sýn. ÍBV og Stjarnan mætast í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu og hefst leikurinn klukkan 17.30 í Eyjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×