Sport

Kobe Bryant fyrir rétt í september

Nú styttist í að réttarhöld hefjist yfir bandaríska körfuboltamanninum Kobe Bryant sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni. Bryant er gefið að sök að hafa nauðgað 19 ára stelpu í Colorado á síðasta ári. Hann hefur ávallt neitað allri sök og segist samræðið hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Verði Bryant fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi og sekt sem nemur fimmtíu og tveimur milljónir íslenskra króna. Mikið hefur ritað um hvaða stefnu ferill hans muni taka í kjölfar réttarhaldanna. Spekúlantar vestra segja Bryant vera á grænni grein svo framarlega sem hann leiki vel fyrir sitt lið. Þá mun almenningur fyrirgefa honum og málið svo gott sem gleymt. Réttarhöldin hefjast 7. september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×