Sport

Markalaust jafntefli

Manchester United og Everton gerðu markalaust jafntefli í viðureign liðanna á Old Trafford í Manchester nú fyrir stundu. United var nær sigri og átti meðal annars þrjú skot í markstangir Everton. Þegar fjórar umferðir eru búnar í ensku úrvalsdeildinni er Manchester United í níunda sæti deildarinnar með fimm stig, sjö stigum á eftir toppliðunum, Arsenal og Chelsea. Everton er hins vegar í sjöunda sæti með sjö stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×