Sport

Ívar gefur ekki kost á sér

Ívar Ingimarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Reading á Englandi, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Búlgaríu í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli á laugardag. Ívar, sem vermdi varamannabekkinn þegar Íslendingar sigruðu Ítali 2-0 á dögunum, mun ekki hafa sætt sig við að sitja á tréverkinu og ákveðið að taka sér hvíld frá landsliðinu. Logi Ólafsson landsliðsþjálfari staðfesti þetta í samtali við íþróttadeildina í gærkvöldi og sagði að þessi ákvörðun Ívars myndi ekki þýða það að til hans yrði ekki leitað á nýjan leik, ef á kröftum hans væri þörf í komandi verkefnum hjá íslenska landsliðinu. Það vill segja, endurskoði Ívar Ingimarsson afstöðu sína til landsliðsins og auðvitað þurfi leikmaðurinn að hafa getu til að vera valinn í liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×