Sport

Réttað yfir Kobe Bryant

Réttarhöldin yfir Kobe Bryant hófust í Eagle í Coloradofylki í Bandaríkjunum í gær. Bryant er ákærður fyrir nauðgun á 19 ára stelpu í júlí á síðasta ári. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og er viss prófsteinn á bandaríska réttarkerfið. Hingað til hafa kvikmynda- og íþróttastjörnur sloppið vel frá réttarkerfinu og er spáð að nú verði send skýr skilaboð, að fólk komist ekki upp með hvað sem er þó að það sé frægt með stappfulla vasa af seðlum. Verjendur Bryant reyndu að sýna fram á að annar maður hefði átt samræði við ákærandann á eftir skjólstæðingi sínum. Verjendurnir höfðu undir höndum DNA-sýni með sæði úr öðrum manni sem fannst á nærbuxum konunnar og á húð hennar. Í framburði konunnar segir að hún hafði samfarir við annan karlmann þremur dögum fyrir nauðgunina en þar við situr. Sérfræðingar staðhæfðu að sæðið væri nokkurra daga gamalt og gætu því ásakanirnar ekki talist raunhæfar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×