Sport

Kæra úrslit maraþonhlaupsins

Ólympíunefnd Brasilíu ætlar að kæra úrslit maraþonhlaupsins sem haldið var í Aþenu í gær, þar sem hlaupið var truflað af áhorfanda. Síðla í hlaupinu hljóp maður í skotapilsi inn á götuna þannig að hlaupari frá Brasilíu, Vanderlei de Lima sem þá leiddi hlaupið, hentist inn í mannfjöldann. De Lima hélt hlaupinu áfram en endaði að lokum í þriðja sæti og Ítalinn Stefano Baldini hlaut gullverðlaunin. Nú hafa úrslitin verið kærð með þeim rökum að De Lima hafi ekki hlotið nægilega vernd. Í ljós hefur komið að hinn truflandi áhorfandi var Cornelius Horan, fyrrverandi írskur prestur sem truflaði breska Grad Prix mótið í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×