Sport

Snæfell fær liðsstyrk

Lið Snæfells hefur nælt sér í tvo nýja leikmenn fyrir tímabilið í vetur. Það eru þeir Pierre Green úr ODU-háskólanum sem er bakvörður og mið- og framherjinn Desmond Peoples. Peoples kemur úr St. Augustine og er mjög öflugur að sögn Bárðar Eyþórssonar, þjálfara Snæfells. Enn hefur ekki komist á hreint hver örlög Magna Hafsteinssonar verða en pilturinn hafði fullan hug á að leika með Snæfelli í vetur. Hans gamla félag, KR, ætlar þó ekki að gefa kappann frá sér möglunarlaust og hafa farið fram á greiðslur frá Snæfelli. Ekki hefur komist til botns í þessu máli enn sem komið er en Magni yrði mikill fengur fyrir Snæfell sem varð deildarmeistari á síðasta tímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×