Sport

Agassi stefnir að sigri

Andre Agassi stefnir að sigri í þriðja sinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Agassi átti ekki í teljandi erfiðleikum með landa sinn, Robby Ginepri, og vann í þremur lotum. "Mér leið alveg ágætlega í kvöld fyrir utan fyrstu uppgjöfina. Ég fann aldrei réttan ryþma og gat ekki slakað á" sagði Agassi og bætti við að sjálfstraustið hefði verið lítið sem ekkert í byrjun sumarsins. "Ég er samt að spila þrusuvel núna, betur en oft áður og það lofar góðu fyrir framhaldið. Ég stefni að sigri á þessu móti" sagði Agassi og var bjartsýnin uppmáluð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×