Sport

Cannavaro til Juventus

Juventus hefur gengið frá samningi við ítalska landsliðsmanninn Fabio Cannavaro frá Inter Milan. Kaupverðið er 10 milljón evrur eða um 870 milljónir króna. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að samningurinn standi til 2008. Cannavaro, sem er þrítugur að aldri, hóf ferilinn hjá Napólí, söðlaði um og lék með Parma áður en hann samdi við Inter árið 2002. Hann var fyrirliði ítalska liðsins á Evrópukeppninni í Portúgal og hefur leikið 80 landsleiki fyrir Ítalíu. Fabio Capello, þjálfari Juventus sagði að liðið hefði lengi verið á höttunum eftir öflugum miðverði. "Koma Cannavaros eru frábær tíðindi fyrir liðið" sagði Capello. "Við bindum þær vonir að gæði leiksins aukist til muna með komu hans".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×