Sport

ÍBV í efsta sætið

ÍBV komst í gær í fyrsta sætið í Landsbankadeild karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Víkingi í fyrsta leiknum í sextándu umferðinni. Eyjamenn eru jafnir FH-ingum að stigum, eru með 28 en eru efstir á markamun. Bjarnólfur Lárusson skoraði tvívegis og Atli Jóhannsson eitt. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék síðasta leik sinn fyrir ÍBV í gær. Hann er á förum til Halmstad í Svíþjóð. FH-ingar geta náð forystunni á nýjan leik í kvöld þegar þeir sækja Grindvíkinga heim. Skagamenn taka á móti Keflvíkingum og Fylkir fær botnlið KA í heimsókn og verður leikurinn í beinni útsendingu á Sýn. Flautað verður til leiks klukkan 18. Umferðinni lýkur annað kvöld með viðureign Fram og KR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×