Sport

Schumacher ekki með á Monza

Forráðamenn Williams-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum tilkynntu að Ralf Schumacher yrði með í Monza-kappakstrinum 12. september. Schumacher hefur átt við bakmeiðsli að stríða eftir árekstur í Indianapolis-kappakstrinum fyrir tveimur mánuðum. Í yfirlýsingu frá liðinu segir að hann geti hafið æfingar á ný eftir ítalska kappaksturinn og að sæti hans taki Antonio Pizzonia, sem hefur fyllt skarð hans síðustu þrjár keppnir. Schumacher, sem mun keyra fyrir lið Toyota á næsta tímabili, hefur misst af síðustu fimm keppnum og þurft að horfa upp á bróður sinn næla sér í sinn sjöunda heimsmeistaratitil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×