Sport

Portlandliðið ánægt með Miles

Stjórnarmenn og þjálfarar Portland Trailblazers í NBA-deildinni eru greinilega ánægðir með Darius Miles, sem kom til liðsins frá Cleveland Cavaliers snemma á þessu ári. Portland hefur ákveðið að framlengja samninginn út næsta tímabil. Miles, sem er 22 ára gamall, stóð sig vel með Blazers, skoraði 12,6 stig að meðaltali í leik, hirti 4,6 fráköst og var með 52% skotnýtingu utan af velli. Miles kom beint í deildina úr menntaskóla fyrir fjórum árum síðan. Hann lék með East St. Louis High School í Illinois og var valinn þriðji í háskólavalinu af Los Angeles Clippers.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×