Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:32 Myndin sem TV Guia setti á forsíðu gefur til kynna að samband Ruben Neves við ekkju Diogo Jota sé í raun ástarsamband. Svo er ekki en Neves var vinur Jota til margra ára. Samsett/Skjáskot TVG/Getty Fótboltamaðurinn Ruben Neves sendi frá sér harðorðan pistil vegna myndar sem portúgalska tímaritið TV Guia setti á forsíðu og þótti gefa í skyn að hann ætti í ástarsambandi við ekkju Diogo Jota, náins vinar hans til margra ára. Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“ Andlát Diogo Jota Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“
Andlát Diogo Jota Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira