Sport

Dag­skráin í dag: Besta deild kvenna, Ís­lendinga­slagur, enski og margt fleira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Murielle Tiernan er potturinn og pannan í sóknarleik Fram.
Murielle Tiernan er potturinn og pannan í sóknarleik Fram. Vísir/Ernir

Alls eru átta beinar útsendingar á rásum Sýnar Sport í dag.

SÝN Sport

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem Þór/KA og Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í fótbolta mætast.

SÝN Sport 2

Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og Fram í Bestu deild kvenna.

SÝN Sport Ísland 3

Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik FH og Víkings í Bestu deild kvenna.

SÝN Sport 4

Klukkan 11.00 er BMW PGA-meistaramótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af DP-heimsmótaröðinni.

Klukkan 20.00 er Kroger Queen City-meistaramótið í golfi á dagskrá. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 16.25 er leikur Freiburg og Köln á dagskrá. Um er að ræða leik í efstu deild kvenna í fótbolta í Þýskalandi. Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með Freiburg og Sandra María Jessen leikur með Köln. Ingibjörg gæti þó verið í banni eftir að fá rautt í síðasta leik.

Klukkan 18.50 er leikur Ipswich Town og Sheffield United í ensku B-deild karla í fótbolta á dagskrá.

Klukkan 23.25 er Nascar Xfinity á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×