Sport

Hlynur á leið til Evrópu?

Líkur eru á að Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sé á leið til Evrópu í atvinnumennsku. Hlynur, sem er á mála hjá Snæfelli í úrvalsdeildinni, segir að vel hafi gengið í sumar og einhver áhugi hafi kviknað hjá erlendum liðum, sem hann vill ekki nefna. "Ef að gæsin gefst verður hún gripin" sagði Hlynur og sagðist hafa mætt fullum skilningi hjá þjálfara og forráðamönnum Snæfells. "Það er eins með íþróttamenn og tónlistarmenn, ef að tækifæri gefast verður maður að grípa eitthvað körfuboltalið og skella sér á tónleikaferðalag" segir Hlynur og hlær. Málið er enn sem komið er á frumstigi en taldi Hlynur að helmingslíkur væru á að hann færi út. Landsliðið heldur utan í næstu viku og mun leika gegn Dönum á föstudaginn kemur og heldur svo heim til undirbúnings fyrir leik gegn Rúmenum 19. september. "Þetta eru þýðingarmiklir leikir því ef þeir vinnast erum við komnir upp í A-riðil og getum þá tekið þátt í Evrópukeppninni þar sem leikið er heima og heiman. Það yrði mjög skemmtilegt ef til þess kæmi" sagði Hlynur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×