Sport

Rifist um Ronaldo

Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala og Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hafa eldað grátt silfur saman í fjölmiðlum undanfarna daga. Hafa þeir skipst á að munnhöggvast sín á milli vegna Cristiano Ronaldo, sem leikur með báðum liðum en eru United ósátt við það álag sem hefur verið sett á herðar leikmannsins. Mike Stone, læknir United-liðsins, gerði sér ferð á þriðjudaginn, ásamt aðstoðarmanni Ferguson, til að ganga úr skugga um að Ronaldo færi sér engu óðslega með Portugölum í undankeppni heimsmeistaramótsins. Forráðamenn United eru sagðir áhyggjufullir vegna líkamlegrar heilsu Ronaldo og vilja minnka álagið á honum eftir harða keppni á EM og Ólympíuleikana. Scolari fundaði með mönnunum tveimur varðandi framtíð leikmannsins. Portúgalir hafa fullan hug á að hafa hann innanborðs í undankeppni HM en liðið mætir Liháum og Eistum seinna í þessum mánuði. Að sögn Mike Stone vildu menn fara mjög varlega í þessum málum. "Hann hefur í töluverðan tíma kvartað undan meiðslum í nára og við megum ekki fara of geyst því þá gæti þetta orðið enn verra" sagði Stone. Ronaldo verður áfram hjá portúgalska liðinu en undir eftirliti lækna. Að sögn Jones mun Ronaldo að öllum líkindum leika báða leikina í undankeppni HM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×