Sport

Maradona á leik með Boca Juniors

Knattspyrnuguðinn Diego Armando Maradona var viðstaddur leik Boca Juniors þegar liðið lék við Racing Club á Bombonera-leikvanginum í Búenos Aíres. Maradona, sem lék á árum áður með Boca, er harður stuðningsmaður liðsins og er með einkastúku á vellinum. Kappinn hafði ekki sést á vellinum síðan í lok apríl en þá var hann fluttur í skyndi á sjúkrahús með flöktandi hjartslátt. Hann berst nú hatrammri baráttu við kókaínfíkn sína og vonast til að geta farið í meðferð á Kúbu. Aðstandendur Maradona eru á öðru máli og vilja hafa hann áfram í Argentínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×