Sport

Þriðji Svíinn til Southampton

Svíinn Andreas Jakobsson, sem leikur með Bröndby í Danmörku, er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Southampton. Fékk Bröndby um 130 milljónir króna fyrir piltinn. Southampton greindi einnig frá því að landsliðsmaðurinn James Beattie færi hvergi en stjórnarmenn Aston Villa höfðu rennt hýru auga til Beattie. Jakobsson spilar stöðu miðvarðar og mun leika með Southampton næstu tvö árin. Steve Wigley, knattspyrnustjóri Southampton, sagðist vera mjög ánægður með fenginn. "Hann er með mikla reynslu og kemur sterkur inn í varnarspil okkar" sagði Wigley. Einmanaleikinn ætti ekki að hrjá Svíann í herbúðum Southampton því hann bætist í hóp tveggja landa sinna sem eru þar fyrir, Anders Svensson og Michael Svensson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×