Sport

Í tveggja ára keppnisbann

Dómstóll ÍSÍ hefur komið saman og tekið fyrir mál sem Lyfjaráð ÍSÍ höfðaði gegn Önnu Soffíu Víkingsdóttur, skráðum félaga í Júdófélagi Reykjavíkur. Kærða var boðuð í lyfjapróf þann 24. Apríl sl. eftir keppni á Íslandsmóti í júdó. Sýnið var sent til greiningar í Svíþjóð. Niðurstaða greiningar bárust Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ í byrjun júní sl. Dómsorð eru sem hér segir: Kærða, Anna Soffía Víkingsdóttir, er óhlutgeng til þátttöku í æfingum, keppnum og sýningum á vegum ÍSÍ, sambandsaðila ÍSÍ eða félaga og deilda innan þeirra í tvö ár frá og með 24. ágúst 2004 að telja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×