Allan Borgvardt maður 16. umferðar 2. september 2004 00:01 Hinn 24 ára gamli Allan Borgvardt sló í gegn í Landsbankadeildinni í fyrrasumar og var kosinn besti leikmaður deildarinnar. FH-ingar komu þá mjög á óvart og enduðu í öðru sæti, bæði í deild og bikar. Þetta sumarið virðist sem FH-ingar ætli að gera enn betur, liðið er með 3ja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Þá hefur árangur félagsins í Evrópukeppninni vakið verðskuldaða athygli en nýverið sló það út skoska úrvalsdeildarfélagið Dunfermline. Allan Borgvardt er án efa lykilleikmaður í hinu sterka og skemmtilega FH-liði, skapar bæði og skorar og DV-Sport sló á þráðinn til hans. "Það er búið að ganga vel hjá okkur í sumar og vonandi verður framhald á því," segir Allan og það er létt í honum hljóðið. "Þetta var góður sigur í Grindavík enda mættum við fullir sjálfstraust eftir sigurleikinn í Evrópukeppninni í Skotlandi. Nú erum við komnir ansi nálægt fyrsta Íslandsmeistaratitlinum en vitum sem er að það þýðir ekkert annað en að halda fullri einbeitningu út mótið - það er ekkert öruggt í þessu." En finna Allan og allir FH-ingarnir fyrir titlapressu í Hafnarfirði? "Nei, ekki mikilli, okkur hefur tekist að halda toppsætinu undanfarnar umferðir og höfum mikla trú á okkar getu og teljum okkar geta tekist á við pressuna sem eflaust á eftir að aukast á lokasprettinum. Það hlakkar öllum í félaginu til næsta leiks og þannig á það að vera. Það er mjög góður andi í FH og mér finnst mikil samstaða einkenna þetta félag og menn eru virkilega einbeittir í þeirri ætlan að ná góðum árangri í sumar. Þá er ekki verra að það er lagt upp með að spila skemmtilegan fótbolta, hörku sóknarbolta og það er eitthvað sem ég kann að meta." Allan segir að ekki megi gleyma þætti stuðningsmanna FH, þeir séu oft eins og tólfti maður inni á vellinum: "Þeir eru mjög litríkir og skemmtilegir og oft er það svo að þegar við leikum á útivelli heyrist miklu meira í þeim heldur en stuðningsmönnum heimaliðsins og það gefur okkur mikið. En hvað gerði það að verkum að FH, sem kom mjög á óvart í fyrra, hefur tekist að halda sínu og gott betur en það í sumar, því oft hefur það reynst félögum erfitt að fylgja eftir óvæntum árangri? "Það eru tveir þættir sem spila þar mestan þátt," segir Allan og heldur áfram: "Í fyrsta lagi þá fengum til liðs við okkur nokkra sterka leikmenn og því er breidd liðsins orðin talsvert betri en hún var og ég held bara að hún sé sú besta í deildinni. Liðið er ekki byggt upp á nokkrum leikmönnum sem eiga að bera hitann og þungann og ég er ekki frá því að liðsheildin sé okkar sterkasta vopn. Í öðru lagi þá fengum við gríðarlega góða reynslu í fyrra sem skilaði sér í auknu sjálfstrausti, aukinni trú á getu liðsins, og það er ekki síður mikilvægt." Markmið FH hlýtur þá að vera titill eða titlar? "Að sjálfsögðu viljum við vinna titla og það er það eina sem þessu félagi vantar og okkar aðalmarkmið er að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir að mótinu lýkur getum spáð í bikarkeppnina, en eins og stendur hugsum við ekki um neitt annað en næsta leik í deildinni." Aðspurður segir Allan að það sé alls óljóst hvað taki við að þessu tímabili loknu. "Ég tel að ég geti bætt mig töluvert sem leikmaður og væri til í að reyna fyrir mér erlendis en það verður bara að koma í ljós hvað verður. Mér líkar afar vel lífið hér hjá FH og það eina sem kemst að núna er að klára tímabilið með sóma," sagði Allan Borgvardt að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Allan Borgvardt sló í gegn í Landsbankadeildinni í fyrrasumar og var kosinn besti leikmaður deildarinnar. FH-ingar komu þá mjög á óvart og enduðu í öðru sæti, bæði í deild og bikar. Þetta sumarið virðist sem FH-ingar ætli að gera enn betur, liðið er með 3ja stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir, og komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Þá hefur árangur félagsins í Evrópukeppninni vakið verðskuldaða athygli en nýverið sló það út skoska úrvalsdeildarfélagið Dunfermline. Allan Borgvardt er án efa lykilleikmaður í hinu sterka og skemmtilega FH-liði, skapar bæði og skorar og DV-Sport sló á þráðinn til hans. "Það er búið að ganga vel hjá okkur í sumar og vonandi verður framhald á því," segir Allan og það er létt í honum hljóðið. "Þetta var góður sigur í Grindavík enda mættum við fullir sjálfstraust eftir sigurleikinn í Evrópukeppninni í Skotlandi. Nú erum við komnir ansi nálægt fyrsta Íslandsmeistaratitlinum en vitum sem er að það þýðir ekkert annað en að halda fullri einbeitningu út mótið - það er ekkert öruggt í þessu." En finna Allan og allir FH-ingarnir fyrir titlapressu í Hafnarfirði? "Nei, ekki mikilli, okkur hefur tekist að halda toppsætinu undanfarnar umferðir og höfum mikla trú á okkar getu og teljum okkar geta tekist á við pressuna sem eflaust á eftir að aukast á lokasprettinum. Það hlakkar öllum í félaginu til næsta leiks og þannig á það að vera. Það er mjög góður andi í FH og mér finnst mikil samstaða einkenna þetta félag og menn eru virkilega einbeittir í þeirri ætlan að ná góðum árangri í sumar. Þá er ekki verra að það er lagt upp með að spila skemmtilegan fótbolta, hörku sóknarbolta og það er eitthvað sem ég kann að meta." Allan segir að ekki megi gleyma þætti stuðningsmanna FH, þeir séu oft eins og tólfti maður inni á vellinum: "Þeir eru mjög litríkir og skemmtilegir og oft er það svo að þegar við leikum á útivelli heyrist miklu meira í þeim heldur en stuðningsmönnum heimaliðsins og það gefur okkur mikið. En hvað gerði það að verkum að FH, sem kom mjög á óvart í fyrra, hefur tekist að halda sínu og gott betur en það í sumar, því oft hefur það reynst félögum erfitt að fylgja eftir óvæntum árangri? "Það eru tveir þættir sem spila þar mestan þátt," segir Allan og heldur áfram: "Í fyrsta lagi þá fengum til liðs við okkur nokkra sterka leikmenn og því er breidd liðsins orðin talsvert betri en hún var og ég held bara að hún sé sú besta í deildinni. Liðið er ekki byggt upp á nokkrum leikmönnum sem eiga að bera hitann og þungann og ég er ekki frá því að liðsheildin sé okkar sterkasta vopn. Í öðru lagi þá fengum við gríðarlega góða reynslu í fyrra sem skilaði sér í auknu sjálfstrausti, aukinni trú á getu liðsins, og það er ekki síður mikilvægt." Markmið FH hlýtur þá að vera titill eða titlar? "Að sjálfsögðu viljum við vinna titla og það er það eina sem þessu félagi vantar og okkar aðalmarkmið er að landa Íslandsmeistaratitlinum. Eftir að mótinu lýkur getum spáð í bikarkeppnina, en eins og stendur hugsum við ekki um neitt annað en næsta leik í deildinni." Aðspurður segir Allan að það sé alls óljóst hvað taki við að þessu tímabili loknu. "Ég tel að ég geti bætt mig töluvert sem leikmaður og væri til í að reyna fyrir mér erlendis en það verður bara að koma í ljós hvað verður. Mér líkar afar vel lífið hér hjá FH og það eina sem kemst að núna er að klára tímabilið með sóma," sagði Allan Borgvardt að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira